Karellen

Á næstu vikum eða mánuðum skiptum við um heimasíðu og viðverukerfi. Við förum úr Mentor-viðverukerfinu og frá þessari heimasíðu yfir í Karellen heimasíðu. Eins munum við loka facebook síðu skólans fljótlega.  Hægt að lesa nánar hér https://karellen.is/

 

Skipulagsdagur miðvikudaginn 17.október

Leikskólinn lokaður miðvikudaginn 17.október vegna skipulagsdags. Starfsfólk fundar fyrir hádegið og hlustar á fyrirlestur um kvíða barna. Eftir hádegið sameinast allir leikskólar á Akureyri til að hlusta á fræðslustjóra Akureyrarbæjar og sitja ýmsar málstofur um leikskólamál.